Úrskurðaður í síbrotagæslu vegna þjófnaðar

Fangelsið að Litla Hrauni

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna síbrotagæslu vegna gruns um endurtekin þjófnaðarbrot. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu á undanförnum vikum.

Þá hafa þrír karlmenn verið handteknir í tengslum við rannsókn annars máls eftir að húsleit var gerð í íbúð í Árbæ en við húsleitina fundust bæði fíkniefni og ætlað þýfi en hvoru tveggja er í vörslu lögreglu. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki hægt að veita nánar upplýsingar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila