Heimsmálin: Áreitni og ofbeldisbrot gegn konum ágerast í Svíþjóð – Vissir hópar líta á konur sem búfénað

Áreitni og árásum á konur hafa farið ört vaxandi í Svíþjóð á undanförnum árum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf segir að glæpi gegn konum megi rekja að miklu leyti til annarar kynslóðar innflytjenda, innflytjenda sem alist hafa upp við önnur gildi þegar kemur að réttindum kvenna

og af sumum þeirra má segja að litið sé á konur sem hvern annan búfénað sem fara megi með hvernig sem þeim sýnist, og svo er dæmi um svokölluð heiðursmorð en það er eitt af þeim vandamálum sem eru innflutt hingað„,segir Gústaf.

Þá fjallaði Gústaf einnig um mál Julian Assange sem haldið er í fangelsi í Bretlandi, en nýverið steig fram prófessor í alþjóðarétti fram og sagði sænsk yfirvöld hafa beinlínis falsað sönnunargögn gagnvart Assange, en lesa má frétt Gústafs um það mál með því að smella hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila