„Algjör hryllingur að sænska lögreglan sé að semja um afbrot við ættarhöfðingjana”

Peter Springare

Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaðurinn Peter Springare segir í viðtali við Swebbtv að hjá yfirmönnum lögreglunnar sé mikilvægara að hafa rétta stjórnmálaskoðun og forgangsraða fjölmenningu og „gildismati“ en að berjast gegn glæpum. Þá sé það rangt að tala um glæpagengi í ofbeldisþróuninni í  Svíþjóð, hér er frekar um ættbálka að ræða og afbrotamenn sem hluti hinna ýmsu ættbálka sem hafa tekið sér bólfestu í Svíþjóð og ráða yfir vopnum í mörgum tilvikum.

„Það eru ættirnar sem stjórna. Búið er þannig um hnútana að fólk fæst ekki til að tala. Bent er á ýmsar persónur og sagt að ´þið megið ekki tala við lögregluna´. Það eru ættarhöfðingjarnir sem ráða, þetta er mjög, mjög hættuleg þróun.

Upp á síðkastið hef ég séð, hvernig lögreglan meðhöndlar ættir, ættarhöfðingja og þá sem hafa völdin innan ættanna. Lögreglan tekur samband og byrjar með nokkurs konar afbrotasamningaviðræður við valdamenn innan ættarsamfélaganna á grundvelli þeirra. Þetta er algjör hryllingur, því þá erum við farin að löggilda ættarsamfélögin sem hafa allt aðrar réttarfarslegar hugmyndir á grundvelli sharíalaga sem er algjörlega út í hött,” segir Peter Springare.

Í staðinn fyrir að kæra stríðandi ættarsamfélög í hvert skipti sem afbrot eru framin gerist lögreglan sáttasemjari á þeirra grundvelli segir Springare.

„Innan lögreglunnar er þessu lyft fram sem góðum dæmum. Í fyrrahaust held ég, var löng skýrsla um hvernig lögreglan eyddi tímanum í málamiðlanir í staðinn fyrir að eyða kröftunum í raunverulegar glæparannsóknir samkvæmt sænsku réttarfarskerfi og lögum. Lögreglan gengur í staðinn á milli og miðlar samkomulagi milli viðkomandi til að reyna að stilla til friðar. Það varðar ólöglegar hótanir, kynferðisáreitni og annað sem auðveldlega getur þróast upp í líkamsárásir og önnur gróf afbrot.”

Springare segir lögregluna hafa sérstakt fólk fyrir þessi störf og sumir lögreglumenn haldi því fram „að yfirvöld verða að aðlaga sig að fjölmenningunni og því nýja réttarfari sem hún hefur í för með sér. Þegar sænska lögreglan er farin að ræða málin á þennan hátt, þá erum við þegar komin með tvenn hliðarsamfélög. Og þá bindur maður þá skipan. Annað réttarfarskerfi étur sig inn í þjóðfélagið og ryður undan réttarfari okkar.” Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila