Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðald vegna innbrota og nytjastuldar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað karlmann í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna grun um að hann hafi komið að nokkrum fjölda brota að undanförnu. Grunur leikur á að maðurinn hafi staðið meðal annars að innbrotum, nytjastuldi og umferðarlagabrotum.

Úrskurðurinn var kveðinn upp með það til hliðsjónar að með meintum brotum hafi maðurinn rofið skilorð sem hann var á en hann var handtekinn í íbúð í austurborginni en áður hafði hann meðal annars hunsað stöðvunarnerki lögreglu og stungið lögreglu af.

Við eftirförina munaði hársbreidd að maðurinn æki niður lögreglumann. Eins og fyrr segir var maðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila