Þrír létust í bruna á Vesturgötu

Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir bruna í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs um miðjan dag í gær. Í tilkynningu frá lögreglu vegna málsins segir að tveir hafi verið handteknir á vettvangi þar sem þeir sinntu ekki fyrirmælum lögreglu og þá sé einn annar maður í haldi í þágu rannsóknar málsins. Í frétt Vísis um málið er greint frá því að komið sé í ljós að 73 einstaklingar séu með lögheimili í húsinu sem brann, flestir þeirra með erlent vegabréf en íslenska kennitölu.

Lögregla tók við vettvangnum af slökkviliði um klukkan fjögur í nótt og er rannsókn hafin á brunanum en kennslanefnd vinnur einnig að rannsókn ásamt lögreglu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila