Annasöm helgi hjá lögreglu

Óhætt er að fullyrða að helgin hafi verið mög annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef tekið er mið af þeim málafjölda sem kom inn á borð hennar eða á fjórða tug mála.

Flest útköllin voru vegna hávaða frá einkasamkvæmum í heimahúsum og talsvert var um að ökumenn sem stöðvaðir voru hafi verið undir áhrifum vímugjafa. Þá var lögregla kölluð til aðstoðar á bráðamóttöku en þar kom upp sú óvenjulega staða að einstaklingur sem þar hafði leitað aðstoðar neitaði að yfirgefa spítalann eftir að hafa fengið þjónustu.

þá var ungur ökumaður sem nýlega hafði fengið ökuleyfi stöðvaður í Hafnarfirði á um 170 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 80 kílómetrar á klukkustund. Lögregla svipti unga manninn hinu nýfengna ökuleyfi og haft var samband við foreldra hans sökum ungs aldurs. Hann má búast við hárri sekt auk þess sem hann mun þurfa að taka hluta ökuprófsins upp á nýtt.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila