Umhugsunarefni hvað fjölmiðlar hafa gengið langt í umfjöllun sinni um mál lögreglustjórans á Suðurnesjum

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og óperusöngvari

Það er umhugsunarefni hvað fjölmiðlar hafa gengið langt í umfjöllun sinni um mál lögreglustjórans á Suðurnesjum og kastað fram ósönnuðum fullyrðingum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Guðbjörn segir undarlegt að sjá að þeir fjölmiðlar sem mest hafi fjallað um málið séu tilbúnir til þess að setja fram um málið án þess að hafa kynnt sér það ofan í kjölinn

þarna hefur ekkert verið sannað svo vitað sé, það er til dæmis hefur ekkert komið fram sem staðfestir að lögreglustjórinn eigi að hafa prentað klúru skjölin, á meðan það er þá eru þetta dylgjur, þetta er í véfréttastíl og þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem æðstu menn lögreglunnar eru komnir á milli tannanna á fólki„,segir Guðbjörn.

Hann segir að málið sé þannig vaxið að það eigi í raun ekki erindi í fjölmiðla

þetta væri skiljanlegt ef þarna væri um einhvers konar brot í starfi væri að ræða, brot gegn stjórnsýslulögum eða þess háttar, en að einkamálefni manna séu til umfjöllunar er mjög skrítið„,segir Guðbjörn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila