Lögreglan gerði áhlaup á Mevlanamoskuna í miðborg Berlínar vegna fjársvikamála – moskan þekkt fyrir hatursáróður öfgaíslamista

Grímuklæddir lögreglumenn gerðu áhlaup á Mevlanamoskuna í miðborg Berlínar í síðustu viku segir þýska Bild. Áhlaupið var gert til að tryggja söfnun sönnunargagna í stóru fjársvikamáli múslíma sem svikið hafa og reynt hafa að svíkja út peninga í kórónustyrki sem þeir eiga engan rétt á að fá. Höfðu yfirvöld þegar greitt út 46 þús. evra þegar fjárgreiðslurnar voru stöðvaðar. Samtímis voru gerðar rannsóknir á þremur heimilum grunaðra höfuðpaura svindlmálsins og gögn einnig sótt í a.m.k. tvær búðir en alls tóku um 150 lögreglumenn þátt í aðgerðunum. Að þessu sinni var ekki ætlunin að handtaka neinn heldur að tryggja sönnunargögn eins og viðskiptagögn, bílasíma, tölur og fjárreiður. Lagði lögreglan höldur á mörg mikilvæg sönnunargögn og um 7 þús. evrur í reiðufé.

Fóru inn á skónum með hunda

Áhlaupið á Mevlanamoskuna hefur reitt margan íslamistann til heilagrar reiði og m.a. hefur tyrkneska ríkisstjórnin notfært sér atburðinn í eigin áróður. Það sem hefur vakið hvað mesta reiði múslíma, er að lögreglumennirnir fóru inn í moskuna með skóna á fótunum en heimsækjendum moskunnar er gert að fara úr skónum áður en þeir ganga inn. Í sjónvarpi í Tyrklandi sagði einn moskugesturinn „Við spurðum þá af hverju þeir gengu inn í moskuna á skónum?“ og sjónvarpið segir að „Þeir gerðu áhlaup á teppaklætt húsið með hundum.“ Hundar eru órein dýr í íslam og þess vegna er það einkar viðkvæmt að lögreglan tók hunda með sér inn í moskuna.

Lýsti Þjóðverjum sem „illa lyktandi trúleysingjum sem enda í helvíti“

Mevlanamoskan hefur áður verið í fréttum vegna tengsl við ofbeldisíslamista. Fyrrum æðstiprestur, Imam, moskunnar hélt hatursræður og hyllti sjálfsmorðssprengjumenn og lýsti Þjóðverjum sem „illa lyktandi trúleysingju sem enda í helvíti.“ Vegna hatursáróðursins hefur æðstaprestinum verið vísað úr landi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila