Erilsöm nótt hjá lögreglu

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt en flest sneru málin að þjófnaði, skemmdarverkum og akstri undir áhrifum.

Um áttaleytið í gærkvöldi fékk lögreglan tilkynningu um umferðaróhapp sem átti sér stað í miðborginni en þar hafði hjólreiðamaður lent á bifreið.

Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka en hann er grunaður um að hafa verið ölvaður á reiðhjólinu.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um umferðaróhapp í Breiðholti en þar hafði maður nokkur orðið fyrir því óláni að aka bifreið sinni í djúpa holu sem myndast hafði í malbikinu með þeim afleiðingum að tvö dekk bifreiðarinnar sprungu og skemmdust felgurnar sömuleiðis.

Þá var talsvert um kvartanir til lögreglu vegna hávaða vegna samkvæma í heimahúsum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila