Lögreglan í Svíþjóð krefst harðari aðgerða stjórnvalda gegn glæpahópunum – nafnalisti í gangi

Lögreglan í Svíþjóð er búin að fá sig fullsadda af eilífum efndarlausum loforðum yfirvalda. Hannah Bergelin (á myndinni) hefur hafið undirskriftarsöfnun meðal lögreglumanna með kröfur um harðari tök stjórnvalda í baráttunni gegn glæpahópunum. (Sksk Twitter samsett mynd).

Gengur ekki lengur að hafa hlutina svona áfram

Eftir morðið á lögreglumanninum Andreas Danman, sem skotinn var til bana í Gautaborg af Sakariye Ali Ahmed, þá hóf lögreglukonan Hannah Bergelin söfnun nafna meðal félaga sinna fyrir ákall lögreglunnar til stjórnvalda um harðari tök gegn glæpahópunum. Listinn verður síðan afhentur forsætisráðherra og forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hannah Bergelin hefur starfað í 18 ár sem lögreglumaður og sér, hvernig vanmáttartilfinning breiðist út innan lögreglunnar á sama tíma og ofbeldisstyrkur glæpahópanna vex.

Hannah segir í viðtali við sænska sjónvarpið: „Það gengur ekki lengur að hafa hlutina eins og þeir eru lengur. Glæpamennirnir virða ekki mannslíf, ekki gagnvart þriðja aðila, ekki okkar lögreglumanna.”

Tillögur að árangursríkari baráttu gegn glæpahópunum

Undirskriftalistinn er á lögreglustöðum í allri Svíþjóð. Um tvö þúsund lögreglumenn hafa þegar skrifað undir. Bergelin hefur einnig sett upp 20 atriði sem hún vill, að stjórnmálamenn taki til sín. Meðal annars fljótvirkari dómsstóla, sem verða tiltækir allan sólarhringinn, að andfélagslegt athæfi glæpamanna gegn bláljósastarfsmönnum verð skilgreint sem afbrot og að afnema eigi þann magnafslátt, sem dómstólar veita síbrotamönnum. Þá vill lögreglan einnig fá betri skilyrði til að vinna fyrirbyggjandi störf t.d. síma- og tölvuhleranir m.m. og að refsingar verði auknar til að koma í veg fyrir að hægt sé að ógna vitnum í réttarhöldum. Brottvísun úr landi skal vera meginregla þegar fólk sem ekki eru sænskir ríkisborgarar fremja alvarleg afbrot.

Vill auka þrýsting á stjórnmálamenn

„Mér finnst vera komið nóg, við getum ekki látið þetta halda svona áfram. Þetta hefði getað verið ég eða einhver annar nálægt mér” segir Hannah um morðið á Andreas Danman. Nafnalistinn verður afentur þingmönnum og Hannah vonast til að það muni leiða til breytinga:

„Ég vonast til þess, að við sem erum í lögreglustörfum á götum úti, getum aukið þrýstinginn á stjórnmálamennina. Þetta hefur lögreglan aldrei áður gert, svo ég vonast til að núna verði breyting. Ég vil sýna stjórnmálamönnunum, hvernig sænska lögreglan hefur það.”

Þannig lýsir grínteiknarinn afstöðu Stefan Löfven til glæpahópanna undanfarin ár: Loforð um hertar aðgerðir á hverju ári síðan 2014. Á sama tíma aukast skotbardagar, sprengjuárásir og saklausir missa lífið í Svíþjóð.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila