Lögreglan í Svíþjóð neydd til sparnaðar á meðan glæpaklíkur verða sterkari í landinu

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar, rekinn vegna vantrausts og aftur samþykktur inn með sömu ríkisstjórn hér á fundi með sósíalistum í Evrópu. Stefna sósíalista í Svíþjóð hefur leitt til skelfilegrar stöðu landsins, sem sumir segi að sé í ætt við sjálfstortímingu. (©Arne Museler CC 3.0 skorin mynd).

Samkvæmt reikningum sænsku lögreglunnar vantar rúman hálfan milljarð sænskra króna upp á að endar nái saman. Sparnaðurinn mun minnka núverandi getu lögreglunnar í báráttunni gegn glæpahópunum, sem var ónóg fyrir. Lögreglan hefur lagt inn kröfur um viðbótarfjárlög, að öðrum kostum muni hún fara enn frekar halloka gegn glæpalýðnum.

Sænskir kratar monta sig af því, að þeir styðji uppbyggingu lögreglunnar með „sögulegum aðgerðum til að sigrast á skipulagðri glæpastarfsemi.“ Löfven sagði árið 2017:

Samanlagður kraftur samfélagsins á að sigrast á skipulagðri glæpastarfsemi og berjast gegn orsökum glæpamennskunnar. Aðgerðir sósíaldemókrata leiða til þess að lögreglan vex í öllu landinu og eru núna fleiri en nokkru sinni áður.

Mikael Damberg innanríkisráðherra sósíaldemókrata sagði þá, að „Enginn þarf að lifa í ótta við sprengjur og skotárásir.“

Sparnaðurinn mun leiða til yfirtöku glæpamanna á enn fleiri svæðum í Svíþjóð

En raunveruleikinn er allt annar en fögur og jafnfölsk orð sænsku ráðherranna. Martin Marmgren yfirmaður svæðislögreglunnar í Järva í norðvestur Stokkhólmi hefur séð 50% minnkun mannaflans frá 14 í 7 manns á síðasta ári vegna sparnaðar. Järva svæðið er tengt svæðum eins og Rinkeby og Tensta á norðurhlið Stokkhólmsborgar, þar sem margar glæpaklíkur búa. „Tapið“ á rekstri lögreglunnar stafar m.a. af því að lögreglan hefur þurft að sinna landamæragæslu vegna covid. Beinar afleiðingar sparnaðarins er stöðvun á ráðningu fleiri lögreglumanna og yfirvinnubann og stöðvun á kaupum á ýmissi þjónustu sem lögreglan þarf á að halda. Mun það síðastnefnda enn frekar taka krafta alvöru lögreglumanna frá daglegum störfum til skýrsluskrifta á skrifstofunni í staðinn. Fjárlög lögreglunnar 2022 eru 32,4 milljarðir sek en til þess að geta náð markinu með 38 þúsund lögreglumenn árið 2025, hefur ríkislögreglustjórinn farið fram á aukalega fjárveitingu upp á 1,9 milljarða sek fyrir 2023.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila