Lögreglan í Svíþjóð um allar skotárásirnar: „Við ráðum ekki við þetta“

Carolina Asplund rannsakandi morðmála hjá sænsku lögreglunni t.h. segir uppgefin: „Það eina sem við getum gert er að standa og horfa á.“ (Samsett mynd, sksk sænska sjónvarpið).

Stefna sænsku ríkisstjórnarinnar leyfir glæpahópum að knésetja Svíþjóð

Þrátt fyrir eilíf loforð sænskra krata um, að þeir muni „knésetja glæpahópana,“ þá heldur hin grófa og vopnaða glæpamennska áfram af sama ef ekki meiri krafti en áður með daglegum skotárásum og vikulegum drápum. Það eru því glæpahóparnir, sem eru að knésetja Svíþjóð, hvað sem fagurgala ráðherranna líður.

Caroline Asplund vinnur á rannsóknardeild lögreglunnar, þar sem óleyst morðmál hrannast upp í hauga og setur auknar starfsbyrðar á herðar lögreglumönnum. Hún vinnur í norðurhluta Stokkhólmsborgar og á hennar borð koma skotárásir í viðkvæmum svæðum á norðurhliðinni eins og Rinkeby, Tensta og Husby.

Asplund segir í viðtali við sænska sjónvarpið, að morðmálin komi inn á svo miklum mæli, að lögreglan hefur ekki undan að vinna með málin. Hún gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa leyft málum á þróast þannig, að lögreglan getur ekki lengur gegnt skyldurstörfum sínum, sem ógnar öllu samfélaginu. Svíþjóð hefur tekið við fleiri innflytjendum en þjóðfélagið ræður við.

„Yrði örugglega stjórnarkreppa“ ef þetta gerðist á Södermalm í Stokkhólmi

Asplund segir, að þær skotárásir sem gerast í norðvesturhluta Stokkhólms ættu sér stað til dæmis á Södermalm, þá myndu yfirvöld grípa í taumana. Á Södermalm býr margt fjölmiðlafólk og áhrifavaldar, sem hafa kynnt undir taumlausan innflutning útlendinga til Svíþjóðar sem er að koma landinu á kné. Asplund segir: „Það er óhugsandi að jafnmörg morð gætu gerst á Södermalm eins og í Norðurhlutanum án þess að það yrði örugglega stjórnarkreppa eða þjóðaraðgerð hjá lögreglunni.“

Þrjú ár síðan morð tengt glæpahópum var uppýst í Järva

Järva-svæðið með bæjarhlutunum Rinkeby, Husby og Tensta er þekkt fyrir skotárásir og glæpagengi. En lítuð gengur að leysa dráp tengd skotárásum. Síðast var morðmál leyst 2018 og eftir það hefur því sem næst verið áhættulaust fyrir glæpamenn að drepa fólk á svæðinu. Ekkert af níu drápum í ár hefur verið upplýst.

Asplund er aðeins ein af mörgum lögreglumönnum í mismunandi stöðum innan lögreglunnar, sem hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í dag. Glæparannsakendur lýsa vinnuálaginu, að þeir „gangi á hnjánum“ og starfsfélagar sjá hverja aðra brotna niður undir álaginu og bókstaflega gráta yfir stöðunni.

Öryggiseftirlitið getur stöðvað öll lögreglustörf

Innan lögreglunnar er útbreidd gagnrýni á forystu lögreglunnar, sem liggur undir þeim ásökunum að láta ekki lögregluna í norður Stokkhólmi fá þau verkfæri, sem nauðsynleg eru, til að hún geti unnið störfin sín. Að auki er lögreglan undirmönnuð, sem leiðir til þess að margir yfirgefa lögreglustarfið og sækjast í aðrar greinar og færri vilja ráða sig til starfa inn í neikvætt úmhverfi.

Núna reyna rannsakendur morðmála innan lögreglunnar á norðurhlið höfuðborgarinnar í örvæntingu að ná eyrum yfirmanna lögreglunnar og stjórnmálamanna með því að virkja öryggiseftirlitsfólk innan lögreglunnar. Slíkt ferli gæti leitt til algjörrar vinnustöðvunar, ef eftirlitið metur vinnuhættuna sem mikla. Slíkt væri eflaust staðreyndin í öðrum atvinnugreynum en vegna þýðingarmikilla starfa lögreglunnar eru hættumörkin hærri. Asplund útskýrir fyrir SVT: „Rætt er um sérstakt ástand, jafnvel meðal hæstu yfirmanna lögreglunnar. En hjá okkur, sem vinnum að rannsóknarmálunum er tilfinningin sú, að ekkert gerist, við eigum bara að ströggla áfram eins vel og hægt er.“

Einn af öryggiseftirlitsmönnum lögreglunnar David Beyersdorf segir, að hann fái eina tilkynningu á eftir annarri um ástandið frá vinnufélögum sínum. Sameginlegt með þeim flestum er, að fólk er að niðurlotum komið, vegna yfirgengilegs vinnuálags, og örvænting breiðir úr sér þegar lögregluyfirvöld og stjórnmálamenn hafa ekki brugðist við öllum ofbeldisafbrotunum eða fáliðaðri lögreglu.

Mjög gagnrýnt að ekki hafi verið brugðist fyrr við vandanum

Lögreglumenn eru samhljóma í gagnrýni sinni á yfirvöld, að miklu fyrr hefði átt að fara af stað við að leysa málið í stað þess að bíða, þar til núna, þegar ástandið er að fara eða farið úr böndunum. Stjórnmálamenn hafa löngum verið tregir til að setja kastljósið á vandann, því það hefði samtímis verið viðurkenning á hóflausri innflytjendastefnu og missheppnaðri aðlögunarstefnu.

Þeir sem hafa þurft að borga fyrir þögn stjórnmálamanna eru þeir, sem hafa týnt lífinu og særst í skotárásunum og allir þeir sem neyðast til að lifa undir daglegum skotárásum í hverfum sem oftast er lýst sem laglausu landi og „nó-gó-svæðum.

Örvæntingarhrópið: „Við ráðum ekkert við þetta“

Asplund segir, að lögreglan hafi þegar tapað stríðinu við glæpahópana í Järva. Lögreglan megnar ekki við starfið og jafnvel þótt staða hennar yrði skyndilega stórbætt myndi það taka mörg ár að ná því markmiði að ráð niðurlögum glæpahópanna. Samanbitin og uppgefin segir Caroline Asplund: „Eins og málin eru í dag ráðum við ekki við ástandið. Málin eru komin framhjá einhverjum punkti og við getum bara staðið hjá og horft á. Engu er líkar en að búið sé að gleyma burtu, að Järva sé til.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila