Lögreglan lýsir eftir Stefáni Guðbrandssyni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Guðbrandssyni, Stefán er fæddur árið 1992. Í tilkynningu frá lögreglu segir að Stefán sé talinn vera í svartri úlpu, gráum buxum og grárri hettupeysu.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um ferðir Stefáns eru beðnir um að hafa samband í síma 444-1000.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila