Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum vegna rannsóknar máls

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir tveimur mönnum vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. 

Í tilkynningu frá lögreglu segir að hún þurfi að ná tali af mönnunum tveimur, sem sjá má á myndinni hér að ofan vegna málsins og eru þeir beðnir um að gefa sig fram við lögreglu.

Þá eru þeir sem til þeirra þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hinir sömu einnig beðnir um að hringja í lögregluna, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið hallur.hallsson@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila