Fleiri dópaðir undir stýri en ölvaðir

Á undanförnum árum hefur sú þróun orðið á umferðarlagabrotum sem varða akstur undir áhrifum að þeir sem aka undir áhrifum vímugjafa eru fleiri undir áhrifum fíkniefna heldur en þeir sem aka ölvaðir.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Árna Friðleifssonar aðalvarðstjóra umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í síðdegisútvarpinu í gær en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Árni segir að um ótrúlega mikinn fjölda sé að ræða sem aki undir áhrifum fíkniefna

þetta eru orðnar alveg svakalegar tölur, til að mynda í júní þá voru 194 stöðvaðir sem óku undir áhrifum fíkniefna og 134 sem voru ölvaðir við akstur eða um 6-7 einstaklingar á dag, þannig að staðreyndin er þarna svart á hvítu, að þeir sem aka undir áhrifum fíkniefna eru orðnir fleiri en þeir sem aka ölvaðir“,segir Árni.


Mjög hröð þróun í þessa átt


Árni segir þessa þróun hafa gerst afar hratt ” á síðustu 3-4 árum höfum við séð þróunina alveg lóðrétt upp á við og þessum tilfellum fer enn fjölgandi, þetta er skuggaleg þróun“,segir Árni.

Smelltu hér til þess að hlusta á viðtalið við Árna

Athugasemdir

athugasemdir

Deila