Lögreglan í Svíþjóð varar við: „Höfum enga stjórn á því lengur, hverjir eru hérna“

Um 873 þúsund innflytjendur í Svíþjóð eru með tímabundið persónunúmer sem þeir fá við komuna til landsins og veitir þeim aðgang að heilsugæslu og vinnumarkaði. Hægt er að fá tímabundið persónunúmer án þess að vera með skráð lögheimili í landinu. Skattayfirvöld og lögreglan hafa margoft bent á að lög vantar sem skylda  innflytjendur til að sanna deili á sér með skilríkjum til þess að fá aðgang að kerfinu en núna fá skilríkjalausir fullan aðgang.

Í rannsókn skattayfirvalda á 4 þúsund einstaklingum með tímabundin persónunúmer kom í ljós að 45% höfðu fengið persónunúmer án skilríkja og sænsk yfirvöld hafa engin deili á viðkomandi.  

Glæpamenn nýta sér þennan lagagalla á kerfisbundinn hátt og eru oft skráðir undir tveimur eða fleiri nöfnum sem auðveldar þeim að t.d. stunda skattaundanskot, peningaþvott, reka ólöglega starfsemi , vinna svart, fá félagsbætur með ólíkum nöfnum eða í versta tilfelli undirbúa hryðjuverk.

Þá hafa skattayfirvöld og lögreglan einnig í mörg ár reynt að fá að samkeyra gögn til fá betri yfirsýn yfir ástandið og berjast gegn glæpamönnum en yfirvöld neitað vegna laga um „þagnarskyldu“. 75% frá löndum utan ESB höfðu hvorki vinnuleyfi né landvistarleyfi.

Lögreglan kallar innflytjendur sem fengið hafa tímabundið persónunúmer án framvísunar skilríkja fyrir „drauga“ og fjölgar þeim stöðugt. „Við ráðum ekkert við þetta“ segir Robert Lindström hjá landamæralögreglunni. Dagblaðið Expressen skrifar að „fölsk eða stolin nöfn eru notuð bæði til að svíkja út félagsbætur og fjármagna hryðjuverk.“

Marit Murphy Handelsberg hjá landamæralögreglunni segir í viðtali við Dagens Nyheter „Við höfum hér hliðarsamfélag sem stækkar allan tímann og við höfum enga stjórn á því lengur, hverjir eru hérna. Það getur verið réttindalaust fólk en einnig fólk sem er hér af ástæðum sem ekki eru kunnar.“

Athugasemdir

athugasemdir

Deila