Lögreglustjóri Svíþjóðar: Landið „fyllist“ af nýjum glæpamönnum

Anders Thornberg lögreglustjóri Svíþjóðar segir að stöðugt bætist í glæpahópana og það verði að stöðva aðstreymið svo takast megi að ráða niðurlögum glæpahópanna.

Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar Anders Thornberg segðir í viðtali við sænska útvarpið, að þrátt fyrir að margir foringjar glæpahópa í Svíþjóð sitji í fangelsum, þá dugi það ekki til, því stöðugt bætast nýjir glæpamenn í hópana.

„Við handtökum sífellt fleiri og fleiri en það dugir ekki, ef aðstreymið af glæpamönnum til hópanna verður ekki stoppað. Það er stöðugt streymi allan tímann af ungum mönnum til glæpahópanna.

Lögreglan í Svíþjóð sem og annars staðar í Evrópu fékk aðgang að upplýsingum úr földu samskiptakerfi glæpahópa í Evrópu, sem fram fór á appinu „Encrochat.“ Franska lögreglan kom upp um samskiptin sem hafa valdið kaflaskilum í baráttunni gegn glæpahópunum og var því hægt að handtaka glæpaforingja í mörgum löndum m.a. í Svíþjóð. Appið var einnig notað af glæpamönnum til að panta glæpaverk:

„Það er óhuggulegt að hlusta á þetta, hér eru morð pöntuð eins og verið sé að panta pítsu, þeir héldu að þeir gætu talað tæpitungulaust.“

Margir þeirra glæpamanna sem notuðu appið hafa verið handteknir en það virðist duga skammt vegna þess, hversu fljótt fyllist í skarðið með nýjum, ungum glæpamönnum:

„Við verðum að koma í veg fyrir, að nýir ungir komist inn í hópana og það verður að vinna af fullum krafti þegar við fyrstu nálgun. Þjóðfélaginu hefur ekki alveg tekist að setja þau mörk sem þarf svo hægt sé að bregðast við á réttan hátt.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila