Lokanir belgískra yfirvalda vegna farsóttarinnar dæmdar ólöglegar

Verslunargöngugötur í miðborg Brussels eru næstum tómar vegna lokana og útigöngubanns.

Politico segir frá því í dag að dómstóll í Belgíu hafi dæmt lokunaraðgerðir belgísku ríkisstjórnarinnar vegna covid-19 ólöglegar. Fá stjórnvöld 30 daga frest til að afnema lokanirnar og koma málum í fyrra horf. Útslag dómstólsins kemur í kjölfar kæru Mannréttindasamtaka Belgíu sem hvað eftir annað hafa beðið ríkisstjórnina um að hætta með ráðherratilskipanir um lokanir og takmarkanir án þess að hafa til þess lagalegan grundvöll.

Yfirvöld hafa 30 daga á sér að afnema allar lokanir, útigöngubann á nóttunninni og takmarkanir á samkomum

Ríkisstjórn Belgíu hefur mánuðum saman notað neyðarfyrirmæli sem grundvöll til að setja á hömlur og lokanir vegna farsóttarinnar. Hefur þetta verið gert án aðkomu þingsins. Ríkisstjórn Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu lagði fram tillögu um „farsóttarlög” í lok febrúar sem grundvöll ákvarðana stjórnvalda um lokanir og samkomubönn en lögin hafa enn ekki verið samþykkt á þingi. Miklar umræður voru á þinginu í síðustu viku um lögin og sögðu Mannréttindarsamtökin að „umræðurnar væru nauðsynlegar í ljósi þeirra takmarkana á grundvallarfrelsi sem sem grípið hefur verið til í nafni heimsfaraldursins.”

Belgíski dómstóllinn í Brussel fyrirskipaði ríkisstjórninni, að hætta öllum lokunaraðgerðum vegna kórónuveirunnar, þar sem lagalegan grundvöll skorti fyrir aðgerðunum. Hefur ríkisstjórnin 30 daga á sér til að snúa við málum og afnema aðgerðirnar eða að öðrum kosti að greiða dagalegar sektir að upphæð 5 þúsund evrur og samtals að hámarki 200 þúsund evrum.

Innanríkisráðherrann segir lokanir áfram í gildi og að dómsúrskurði verði áfrýjað

Aðgerðirnar ríkisstjórnarinnar hafa auk útgöngubanns verið lokun veitingastaða og takmarkanir á samkomum. Annelie Verlinden innanríkismálaráðherra segir, að ríkisstjórnin muni áfrýja úrskurðinum og að núverandi takmarkanir vegna Covid-19 í Belgíu, sem fela m.a. í sér útgöngubann á nóttunni, bann við ónauðsynlegum millilandaferðum og aðrar smithemjandi ráðstafanir munu vera áfram í gildi.

Belgía hefur 11,5 milljónir íbúa og veiran hefur leikið landið hart. Staðfest hafa verið 876.000 smit Covid-19 og tæplega 23.000 hafa dáið í sjúkdómnum. Sjúkrahúsvistum vegna COVID-19 hefur fjölgað stöðugt undanfarnar vikur og heilbrigðisyfirvöld í landinu vara við því að krítisku ástandi verði náð 10. apríl á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa ef ekki dregur úr smiti.

Sjá nánar hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila