Lokun ESB á flutningum til og frá Kalíningrad vekur reiði í Rússlandi: „Grípum til viðeigandi aðgerða“

ESB hefur ákveðið að loka á flutninga til og frá rússneska Kalíníngrad. Að minnsta kosti á vegum. Ákvörðunin fer ekki að óvæntu í taugarnar á Rússum og á mánudaginn var litháenski viðskiptafulltrúimm í Moskvu kallaður til rússneska utanríkisráðuneytisins til að taka á móti formlegum mótmælum.

ESB etur Litháen til að loka flutningum á milli Rússlands og Kalíningrad

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á þessu ári hafa ESB og Bandaríkin beitt sífellt harðari refsiaðgerðum. Vörulistinn fer sífellt stækkandi um hvað má og má ekki lengur flytja inn eða út frá Rússlandi

Viðurlögin gilda um allt frá stáli, kolum, sementi og áburði til ákveðinna raftækja, varahluta í flugvélar og lúxusvöru eins og lúxusbíla, kavíar og vodka. Auk þess er í gangi niðurfelling á innflutningi á rússneskri hráolíu í áföngum og frá og með desember á þessu ári munu aðildarrík hafa stöðvað allan innflutning á rússneskri olíu.

Um helgina ákváðu stjórnvöld í Litháen, að refsiaðgerðir ESB gilda einnig fyrir vörur, sem fluttar eru um Litháen til og frá Kalíníngrad. Rússneska Kalíningrad við Eystrasalt er landfræðilega innilokað á milli Litháen og Póllands og háð þeim með landleiðina að Rússlandi og við vinveitt lönd eins og Hvíta-Rússland.

VOA skrifar, að ákvörðunin var tekin eftir „samráð við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og samkvæmt leiðbeiningum hennar“ að sögn utanríkisráðherra Litháens, Gabrielius Landsbergis. Ákvörðunin hefur ekki síst áhrif á vöruflutninga með járnbrautum.

Anton Alikhanov, ríkisstjóri í Kaliningrad segir að um helmingur alls varnings, sem fluttur er með þessum hætti milli Kalíningrad og Rússlands sé á bannlista ESB.

ESB brýtur alþjóðalög með lokun flutningsleiða til Kalíningrad

Ákvörðun ESB þýðir, að meira en ein milljón Rússa sem búa í Kalíníngrad verða í auknum mæli viðskila við móðurlandið sjálft, Rússland. Áður hefur ESB stöðvað flugumferð til og frá Kalíningrad í gegnum lofthelgi ESB og núna neyðast íbúarnir að reiða sig á að nauðsynlegur varningi komist sjóleiðina um Eystrasaltið.

Josep Borrell, æðsti fulltrúi ESB í utanríkis- og öryggismálum, neitar því hins vegar að um lokun sé að ræða. Lokun er stríðsaðgerð skv. lögum og hvernig ESB hefur innleitt hana gæti verið brot á alþjóðalögum. Borell sagði á blaðamannafundi s.l. mánudag:

„Staðreynd númer eitt: Þetta er engin lokun! Í fyrsta lagi þá ríkir engin lokun. Landflutningur á milli Kalíníngrad og annarra hluta Rússlands hefur ekki verið stöðvaður eða bannaður. Staðreynd númer tvö: Flutningur farþega og vara sem ekki eru sæta viðurlögum heldur áfram.“

Samtímis leggur Borrell áherslu á, að ESB standi að baki ákvörðunar Litháens.

Rússar mótmæla

Litháen kaus að kalla sendiherra sinn heim frá Moskvu í apríl, en viðskiptafulltrúi landsins, Virginija Umbrasienė, var kölluð á fund rússneska utanríkisráðuneytisins á mánudaginn til að taka á móti formlegum mótmælum. Í fréttatilkynningu frá Rússlandi segir:

„Við upplýstum um, að við lítum á aðgerðir Litháens sem ögrandi og þær brjóta á fjandsamlegan hátt þjóðréttarlegar skuldbindingar Litháens, einkum sameiginlega yfirlýsingu Rússneska sambandsríkisins og Evrópusambandsins frá 2002 um flutninga á milli Kaliningrad-svæðisins og Rússlands.“

Rússar „mótmæla harðlega“ ákvörðuninni um að loka Kalíníngrad og að landið „áskilur sér rétt til að gera ráðstafanir til að vernda þjóðarhagsmuni sína.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila