Lokun Laugavegar ólögleg

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins

Umdeild ákvörðun meirihlutans í borginni um varanlega lokun Laugavegar og að breyta honum í göngugötu reyndist ekki lögleg. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins í þættinum Fréttir vikunnar í dag en þar ræddu Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson um málið.

Vigdís segir meirihlutann hafa vaknað upp af vondum draumi þegar hann áttaði sig á því að það væri ekki nokkurs staðar heimild fyrir því að göngugötur og því er nú svo komið að á miðnætti verður á ný heimilt að aka niður laugaveginn þrátt fyrir að skilti gefi til kynna hið gagnstæða.

Ljóst er því að hægt verður að aka niður Laugaveginn frá miðnætti og næstu 4 daga eða þar til málið verður tekið fyrir á ný og þeir endar hnýttir sem hnýta þarf til þess að megi gera Laugaveginn að varanlegri göngugötu.

Eins og kunnugt er hefur mikill meirihluti kaupmanna á Laugavegi mótmælt fyrirhuguðum lokunum og margir þegar lagt upp laupana eða flutt verslanir sínar annað. Lokunin þannig haft mikil áhrif á mannlíf á svæðinu að ekki sé talað um íbúa eiga afar erfitt um vik að komast að húsum sínum.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila