Lokunum og frelsisskerðingum mótmælt 1. maí í Stokkhólmi

Lögreglan stöðvaði mótmælagöngu gegn lokunum í Svíþjóð. Um 2 þúsund manns voru í göngunni en einugis mega 8 manns koma saman skv. gildandi kórónureglum.

Um tvö þúsund manns söfnuðust í Stokkhólmi í dag 1. maí til að mótmæla lokunum og skerðingu frelsis vegna kórónuveirunnar. Lögreglan hafði auglýst fyrirfram að harðhönskum yrði beitt fylgdu mótmælendur ekki takmörkunum um samkomur en hæst mega 8 manns safnast saman í framlengdum skerðingum yfirvalda vegna þriðju sýkingarbylgjunnar sem tekið hefur hart á Svíum. Var safnast saman við Norra Bantorget og gengið niður Vasagatan í miðborg Stokkhólmsborgar og kölluðu mótmælendur „Frelsi fyrir Svíþjóð.”

Lögreglan greip fljótt inn í leikinn og stöðvaði gönguna. Stillti lögreglan bílum sínum á einum gatnamótum til að stöðva mótmælendur. Peter Ågren yfirmaður lögreglunnar sagði við SVT, að í það stóra heila hefði allt farið friðsamlega fram en allir vildu þó ekki hlýða lögreglunni: „Við fjarlægðum og rákum þó nokkra burtu og þá gerðu tveir einstaklingar harða mótstöðu.” Að sögn Samnytt sem var á staðnum voru um 30 manns fjarlægðir af lögreglu.

„Bóluefni er morð” og „ríkið er mafía” mátti sjá á skyltum mótmælenda

Maria Rotzén Östlund smitsjúkdómalæknir í Stokkhólmi gagnrýndi mótmælendur og segir að „burtséð frá tilefni mótmælanna, þá er það ósættanlegt að svo margir safnist saman á meðvitaðan hátt eins og í dag. Miðað við það alvarlega ástand sem ríkir er betra að nota aðrar aðferðir til að tjá skoðanir sínar.”

Hljómlistarmaðurinn Christoffer Lundquist 52 ára, sem lék með hljómsveitinni Roxette var einn þeirra sem lögreglan færði á braut. Hann söng eigin frelsissöng á meðan hann var í höndum lögreglunnar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila