Lokunum yfirvalda og aðskilnaðarvegabréfum mótmælt víða um hinn vestræna heim – mannréttindi verulega skert í Ástralíu

Frá mótmælunum í London á laugardaginn gegn bólusetningavegabréfum og lokunum. (Sksk Twitter).

Eins og Útvarp Saga hefur greint frá, þá hafa verið mikil mótmæli í vikunni og fyrir helgi í helstu ríkjum Evrópu og Ástralíu til að mótmæla harkalegum frelsisskerðingum yfirvalda í nafni covid-19. Auk mikilla mótmæla og átaka í Ástralíu, Frakklandi, Ítalíu og Grikklandi, þá var einnig mótmælt í London sbr. myndband sem var tíst:

Lögreglan gekk hart fram gegn mótmælendum í París og var bæði vatnsbyssum og táragasi beitt.

Einungis einum einstaklingi í einu leyft að fara út af heimilum í Ástralíu

Í Ástralíu fóru þúsundir mótmælenda út á götur í Sydney, Mebourne og Brisbane en mjög harðar reglur gilda í Ástralíu sem settar voru á fyrir um 6 vikum síðan. T.d. má einungis einn úr hverju heimili fara út að versla mat, ef tveir eða fleiri fara saman er sektum að upphæð 100 þúsund ísl. kr beitt. Caldron Pool segir að um 10-15 þúsund manns hafi farið eftir Broadway og Geroge Street í áttina að Sydney Town Hall. David Elliott lögreglustjóri New South Wales segir, að mótmælendur voru 3.500 manns.

Að sögn Konráðs Pálmasonar sem búsettur er í South Wales vestur af Sydney hafa þröngar einangrunarreglur gilt í sex vikur í Ástralíu. Einungis einn má fara að versla mat og hörð viðurlög eða sektir um 100 þús kr. beitt ef reglur eru brotnar. Hann lýsti því fyrir fréttamanni Útvarps Sögu, að þegar hann fór með bílinn sinn í skoðun, þá hefði það tekið meira en helmingi lengri tíma en venjulega og bíllinn hefði verið sótthreinsaður að innan. Sagðist Konráð hafa farið og ætlað að fá sér kaffisopa í nálægri verslunarmiðstöð en gat einungis keypt sér kaffi til að taka með sér heim. Þar sem fáir voru á ferli settist hann samt niður en þá komu tveir verðir sem vísuðu honum út með kaffið. Einungis er leyft að selja mat og kaffi til heimtöku en neysla bönnuð á staðnum.

Lýsti hann ástandinu sem óbærilegu og ferðabann ríkir milli fylkja í Ástralíu og jafnvel innan fylkjanna sjálfra. Allir þyrftu að skrá sig hvert sem þeir kæmu með persónuskilríkjum á QR kóða á farsíma og t.d. fyrir heilbrigðisstarfsmenn þyrftu 2 appa, einn frá yfirvöldum, einn frá fyrirtækinu sem menn starfa hjá og svo eru fingraför tekin til að komast inn og út af vinnustað. Svo virðist sem yfirvöld reyni að hafa fullkomið eftirlit með öllum íbúum og segir Konráð Ástralíubúa vera orðna þreytta á ástandinu og fleiri mótmæli boðuð. Lögreglan segist reyna sekta alla mótmælendur og styðst m.a. við myndavélar á götum úti til að bera auðkenni á fólk.

Skylti í mótmælum eru með texta eins og „Vaknaðu Ástralía!“ „Engar frekari lokanir“ og „Nei við bólusetningarvegabréfum.“ Skv. 7News rufu mótmælendur varnargarða lögreglunnar og við tóku lögreglumenn á hestum. Einn hestanna fékk högg á kjammann og hafa snortnir Ástralíubúar sent hundruðum kílóa ef ekki tonna af grænmeti m.a. gulrótum til lögreglunnar til að flýta fyrir bata hestsins.

Konráð Pálmason sagði að um 150 dagleg covid-smit mældust í Ástralíu úr um 100 þúsund daglegum PCR sýnatökum. sem gerir 0,0015%. Hversu mörg þessarra 150 smita eru alvarleg sýking er ekki vitað. Ástralía komst seint í gang með bólusetningar, þar sem lyfjarisarnir sendu fyrstu skammta sína til annarra en verið er að bólusetja á fullu í Ástralíu um þessar mundir og eru um 14% að fullu bólusettir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila