Sveitarfélög í Suður-Svíþjóð leggja niður Lúcíu hátíðarhöld

Sænska útvarpið segir frá því að 15 sveitarfélög í Suður-Svíþjóð hætti við hefðbundin Lúcíu-hátíðarhöld, þar sem þau „ passi ekki lengur inn í sænska samfélagið“. Taki önnur sveitarfélög eftir munu opinber Lúcía-hátíðarhöld leggjast niður í Svíþjóð. Sum sveitarfélög segjast hafa hætt við Lúcíu, því „svo erfitt sé að fá stúlkur til þáttöku“.

Sveitarfélagið Hörby hefur áratugum saman haldið upp á Lúcíu en lokar á hátíðina frá og með í ár. Viktoria Munck menningartalsmaður hjá Hörby segir að „Lúcía henti ekki lengur sænsku samfélagi með næstum því fegurðasamkeppni meðal ungra stúlkna. Það er svo mikið vandamál að við viljum ekki viðgangast þetta lengur“.  

Við TV4 sagði Munck að „Lúcíuhátíðin er gamaldags“. Skv. sænska útvarpinu hafa viðbrögð íbúanna verið „kraftmikil“. Sérstaklega er eldra fólki brugðið en hluti hátíðarhaldanna hafa m.a. verið heimsóknir á elliheimili.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila