Lýðheilsan í Noregi segir meiri hættu á að deyja af bólusetningu með AstraZeneca en að deyja í Covid-19

Bent Høie heilbrigðismálaráðherra Noregs í viðtali hjá VG vegna ástandsins í bóluefnamálefnum.

Norska VG greinir frá því að Noregur hætti að nota bóluefni Astra Zeneca vegna þess að það er meiri hætta á að fá sjúkdóminn og deyja af sprautu með bóluefninu heldur en að bíða eftir hættuminna bóluefni. Samtímis er sagt frá því, að 216 þúsund skammtar af bóluefninu verði sendir til Svíþjóðar og Íslands, 200 þúsund skammtar fara til Svíþjóðar og 16 þúsund skammtar fara til Íslands.

99% í vafa með AstraZeneca

Í könnun norsku lýðheilsunnar kom í ljós að 76% spurðra voru í vafa með a.m.k. eitt af bóluefnum sem í boði voru, þótt 82% sögðust vera jákvæðir til að láta bólusetja sig. Töldu heilbrigðisyfirvöld í Noregi að slík neikvæð afstaða sem nær 100% var til AstraZeneca gæti haft þær afleiðingar að viljinn að bólusetja sig minnkaði hjá fólki.

99% þeirra voru í vafa með AstraZeneca
15% voru í vafa með Johnson & Johnson
9% voru í vafa með Moderna
8% voru í vafa með Pfizer

Noregur „lánar“ Íslandi 16 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta.

Í Svíþjóð er haldið áfram að gefa sprautur með AstraZeneca til eldri en 65 ára en haldið leyndu – alla vega í Stokkhólmi – að segja hvaða bóluefni er í sprautunni fyrr en í sprautuaugnablikinu. Hefur það orsakað mikla reiði og rifrildi við starfsmenn sem bólusetja fólk og einnig að fólk mætir ekki til að láta bólusetja sig.

Anders Tegnell smitsjúkdómasérfræðingur ríkisins í Svíþjóð sagði á blaðamannafundi, þegar kynnt var að Svíþjóð heldur áfram að bólusetja með AstraZeneca til fólks eldra en 65 ára að „bóluefni AstraZeneca hefur mikla vörn og minnkar verulega hættu á því að fá erfiðan sjúkdóm og andlát, sérstaklega meðal eldra fólks og veikburða. Fréttir af alvarlegum aukaverkunum eru svo sjaldgæf og varða í flestum tilvikum einstaklinga undir 60 ára aldri.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila