Lýðræðið varnarlaust gegn alþjóða netrisum og eignarsamþjöppun fjölmiðla

Lýðræðið á í vök að verjast um allan hinn vestræna heim, vegna samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlum og alþjóða netrisum, sem starfa án dóms og laga. Fjölmiðlar ógna lýðræðinu, því þeir geta breytt forsendum til að framkvæma vilja stjórnmálanna.

Arne Ruth fyrrum ritstjóri Dagens Nyheter segir í viðtali við Útvarp Fólksins að lýðræði Svíþjóðar sé alvarlega ógnað af samþjöppun eigenda á fjölmiðlum og alþjóða netrisum sem „geta breytt forsendum til að framkvæma ákvarðanir stjórnmálamanna.“

Arne Ruth fv. ritstjóra Dagens Nyheter er annt um málfrelsið.

Arne Ruth hefur langan starfsferið að baki í heimi sænskra fjölmiðla. Han var yfirmaður samfélagsritstjórnar sænska útvarpsins, menningarritstjóri Expressen og aðalritstjóri Dagens Nyheter. Hann hætti störfum sem ritstjóri Dagens Nyheter eftir 16 ára starf 1998, þegar hann „missti trúna á sjálfstæði blaðanna innan Bonniers samsteypunnar.“

Arne Ruth segir að skilyrði blaðamennskunnar í Svíþjóð hafi ekkert batnað síðan þá. Hann lýsir hvernig Bonniers samsteypan hefur hert tökin á fjölmiðlunum síðan hann var starfandi blaðamaður. Eignarsamþjöppun í Svíþjóð og á alþjóða mörkuðum hefur gengið svo langt að lýðræðinu stendur ógn af.

„Það verður vegur til fasismans sem grefur undan þjóðlegum lýðræðisríkjum, vegna þess að þau eru valdalaus gagnvart þessum samsteypum sem gjörsamlega hunsa öll landamæri. Þær starfa ekki eftir þjóðlegum forsendum jafnvel þótt eigandinn og eignarmyndun geti verið grundvölluð á þjóðlegum grunni. Þetta er eflaust ein alvarlegasta ógnin við lýðræði nútímans, þess vegna skiptir engu máli, hvaða ákvarðanir eru teknar á þjóðþingi Svíþjóðar. Það verður samt sem áður hægt að eiga við forsendur þess að framkvæma ákvarðanir stjórnmálamannanna.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila