Sænskt munnsprey sagt virka gegn kórónaveirunni

Sænska líftæknifyrirtækið Enzymatica hefur greint frá því að munnsprey sem það hefur framleitt hingað til sem hefðbundið meðal við kvefi og fylgikvillum þess virki gegn kórónaveirunni. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að niðurstöður tilraunar sem framkvæmd var af óháðum aðila sýni fram á að spreyið drepi allt að 98% veirunnar í munnholi á aðeins 20 mínútum.

Reynist lyfið standast kröfur sem gerðar eru til lyfja sem notuð eru til þess að berjast gegn veirunni er um stórmerka uppgvötun að ræða, en ftilkynning fyrirtækisins hefur þegar haft áhrif á fjárfesta því bréf í fyrirtækinu hafa hækkað upp úr öllu valdi frá því tilkynnt var um niðurstöður tilraunarinnar.

Markmið fyrirtækisins er þó ekki að nýta lyfið í þeim tilgangi að lækna þá sem þegar hafa sýkst af veirunni heldur er stefnan á að lyfið verði notað í fyrirbyggjandi tilgangi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila