„Lykillinn að New York“ einungis fyrir bólusetta – aðskilnaðarstefnan tekur gildi 16. ágúst – kröfur um flugbann á óbólusetta

Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, lætur bólusetta fá „Lykilin að New York“ sem opnar dyrnar að veitinghúsum, samkomustöðum, æfingastöðum m.m. Óbólusettir fá engan lykil og verða því í orðsins fyllstu merkingu annars flokks íbúar sem koma að lokuðum dyrum. (@Bill de Blasio CC 2.0 skorin mynd)

Aðskilnaðarstefna demókrata í New York fylki tekur gildi frá og með 16. ágúst næst komandi. Þá mega einungis bólusettir fá að koma inn á veitingahús, æfingasali, leikhús og samkomur. Samkvæmt borgarstjóranum Bill de Blasio er bólusetning gegn covid nauðsynleg til að fá að lifa góðu lífi. Hann sagði á blaðamannafundi að „Tími er til kominn, að fólk skilji að bólusetning er í raun nauðsynleg til að lifa góðu, reglulegu og heilbrigðu lífi.“

Hið nýja fyrirkomulag kallast „Lykillinn að New York“ og tekur gildi frá og með 16. ágúst. Eftir eins mánaðar aðlögunartímabil þarf að sýna bólusetningarvegabréf í formi apps á símanum eða korts til að fá aðgang að flestum stöðum. New York krefst bólusetningar af starfsmönnum sínum og um 72% af átta milljónum borgarbúum hafa fengið fyrstu sprautuna. Bill de Blasio segir að „ef maður er bólusettur, þá fær maður lykilinn, sem opnar dyrnar. Ef maður er óbólusettur. þá getur maður því miður ekki tekið þátt í mörgum atburðum.“ New York verður fyrsta stóra bandaríska borgin sem gerir kröfu um bólusetningarvegabréf til að fá að komast inn á samkomustaði.

Fylki og borgir undir stjórn demókrata eru í fararbroddi hinnar nýju aðskilnaðarstefnu í Bandaríkjunum og Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir nokkru að verið sé að undirbúa kröfu um bólusetningu á starfsmönnum ríkisins. Fylki eins og Kalifornían hefur tilkynnt um bólusetningarskyldu sem og fjölmörg stórfyrirtæki í einkaeign. Búið er að bólusetja 70% Bandaríkjamanna með fyrstu bólusetningunni.

Þeir ofurríku vilja aðskilnaðarstefnu – moldrík ekkja Steve Jobs notar fjölmiðla sína til að flytja kröfur um flugbann á óbólusetta

Laurene Powell Jobs, ekkja stofnanda Apple, Steve Jobs, sjötta ríkasta kona heims að sögn Daily Mail, á m.a. blaðið Atlantic. Lætur hún blaðið birta kröfur um að óbólusettum verði bannað að nota almennar flugsamgöngur. Sjálf þarf hún engar áhyggjur að hafa, því hún á tvær einkaþotur sem fljúga með hana hvert sem er í heiminum.

Í grein eftir Juliette Kayyem, f.v. aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Obama, á þriðjudaginn í Atlantic var skorað á ríkisstjórn Joe Biden að láta setja alla óbólusetta á NO-FLY lista, þ.e. að banna öllum óbólusettum að nota almennar fulgsamgöngur. Segir hún það gert til að vernda Bandaríkjamenn frá plágunni og samtímis muni flugbannið ýta á eftir a.m.k. 40% óbólusettra að láta bólusetja sig.

Sjá nánar hér og hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila