Macron ævintýrinu lokið – Þjóðfylkingin tífaldaði fylgi sitt

Marine Le Pen hefur alla ástæðu til að brosa. Þjóðfylking Le Pen náði mjög miklum árangri í frönsku þingkosningunum s.l. sunnudag. Flokkurinn fær fleiri sæti á þingi landsins en nokkru sinni fyrr 90 sæti, sem er meira en tíföldun miðað við áður (mynd sksk Twitter).

Þjóðfylking Le Pen meira en tífaldaði fylgið í þingkosningunum

Marine Le Pen tókst ekki að sigra í frönsku forsetakosningunum fyrr á þessu ári en gekk þeim mun betur í þingkosningunum.

Þjóðfylking hennar fór úr átta sætum á þingi í 90 sæti og meira en tífaldaði fyrri þingstyrk 8 þingmanna.

Þetta þýðir verulega meiri kraft. Samkvæmt sænska Yle þarf 56 sæti til að hægt sé að bera fram vantraust á þinginu, sem flokkur Le Pen getur nú gert.

Marine Le Pen sagði:

„Macron ævintýrinu er lokið.“

Sænska ríkissjónvarpið segir þjóðfylkingu Le Pen vera „stærsta hægriaflið á þinginu.“

Verra fór fyrir Emmanuel Macron forseta. Bandalagið Together er að vísu stærst en fær aðeins 251 þingsæti, sem er talsvert undir þeim 289 sætum sem krafist er fyrir eigin meirihluta.

Miðað við forsetakosningarnar er niðurstaðan þveröfug. „Þá vann Macron, nú tapaði hann“ skrifar Swedish Yle. Jordan Bardella, varaforseti þjóðþingsins, líkir árangrinum við flóðbylgju.

Skv. sænska ríkisútvarpinu P1 var Marine Le Pen himinlifandi á kosningavöku flokksins. Marie Nilsson Boj fréttaritari P1 segir:

„Álitsfyrirtækin spáðu ekki fyrir um þennan árangur. Augljóslega vildu kjósendur Marine Le Pen ekki gefa upp hvað þeir myndu í raun kjósa. Þetta er sögulegur árangur. Þjóðfylkingin getur myndað þingflokkshóp og fengið mun stærra svigrúm.“

Nilsson Boj útskýrir sigur Þjóðfylkingarinnar með því, að mikil óánægja sé með Emmanuel Macron og að þjóðþingið endurspegli ástandið á eðlilegri hátt eftir niðurstöðu kosninganna.

Deila