Franskir bændur mótmæla á ný í París gegn alþjóðastefnu ríkisstjórnar Macrons

Bændur eru ósáttir við Macron

Um eitt þúsund franskir bændur komu enn á ný til Parísar á traktorum sínum í nýjum mótmælum til að mótmæla alþjóðastefnu ríkisstjórnarinnar sem þeir segja að eyðileggi lifibrauð þeirra.


Söfnuðust bændurnir saman á Avenue Foch í grennd við Champs Elysess og Sigurbogann og fordæmdu tilskipanir sem þeir segja að leggi landbúnaðinn í rúst.Fyrst og fremst hafa bændur áhyggjur af því að vera útmálaðir af fjölmiðlum og stjórnmálamönnum sem mengunarvaldar og þvingaðir í nafni loftslagsmála til að breyta landbúnaðarstörfum.


Bændurnir eru reiðir yfir hvernig slík ræging er notuð til að réttlæta árásir vegana á slátrara og kröfum um bann við glyfosat sem Macron vill láta banna fyrir 2021. Bændur óttast að viðskipti ESB við Kanada og Mercosur- blokkina í Suður-Ameríku munu leiða til þess að markaðurinn yfirfyllist af lággæða, ódýrum landbúnaðarvörum sem engin leið verði að keppa við. 


Tvö aðalbændasamtök Frakklands krefjast fundar með Macron til að ræða skaðlega stefnu ríkisstjórnarinnar í landbúnaðarmálum.
Sjá nánar hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila