Macron í bræði vegna glataðrar kafbátasölu til Ástralíu – utanríkisráðherra Frakklands segir rýtingi stungið í bakið með nýja herbandalaginu AUKUS

Kjarnorkuknúinn kafbátur í sjóher Bandaríkjanna.

Franska ríkisstjórnin hegðar sér eins og dama sem hefur verið svikin í ástarmálum. „Algjör svik,” „rýtingur í bakið,” „ganga á bak orða sinna,” „svikarar”.…listinn er langur af hneykslunarorðum franskra ráðherra yfir því að Ástralía kaupir kjarnorkuknúna kafbáta með tækni frá Bretlandi og Bandaríkjunum í stað Frakklands. Ekki bætir það úr skák, að búið er að stofna nýtt hernaðarbandalag AUKUS til mótvægis við herumsvif Kína á Kínahafi með kröfu um stærri landhelgi og væntanlega árás á og yfirtöku Taiwan til Alþýðulýðveldisins.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ræðu, þegar tilkynnt var um stofnum hernaðarsamstarfsins AUKUS, að „framtíð AUKUS þjóðanna ylti á því að hægt væri að halda svæðinu frjálsu og opnu komandi áratugi.”

Byggja á kafbátana í Adelaide í Ástralíu sem mun skapa mikla atvinnu í landinu. Kjarnorkudrifnir kafbátar geta verið í sjónum miklu lengur en díseldrifnir eins og frönsku kafbátarnir eru sem Frakkland segir, að Ástralía hafi skuldbundið sig til að kaupa. Boris Johnson lofar að senda fleiri herskip breska flotans á svæðið til að aðstoða gegn sífellt stækkandi hernaðarógn frá Kínverjum.

Utanríkisráðherra Frakklands Jean-Yves Le Drian segir að nýji samningur Ástralíu komi sem „rýtingur í bakið.” Frakkland verður nú af sölu á 12 kafbátum að andvirði 31 milljörðu evra til Ástralíu.

Frá Peking heyrast reiðiraddir og hótanir. Meiri fréttir af málinu munu koma.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila