Macron: Pútín réðst á Úkraínu vegna þess að hann þjáist af „eftir-covid“

Stríðið í Úkraínu á sér engar skynsamlegar skýringar nema ef vera kynni vegna rússnesks biturleika og „eftir-covid“ (postcovid) segir Emmanuel Macron Frakklandsforseti í viðtali við CNN (sjá myndband neðar á síðunni).

Hvers vegna er Úkraínustríðið?

Að sögn Rússa snýst málið um, að NATO, sem litið er á sem árásargjörn stríðssamtök, halda áfram að stækka til austurs, að Vesturlönd og Úkraína hafi aldrei uppfyllt Minsk-samningana, að rússneskir óbreyttir borgarar í austurhluta Úkraínu hafi verið sprengdir í tætlur af NATO-þjálfuðum Úkraínuher í átta ár o.s.frv. Rússar telja deiluna snúast um öryggi ríkisins og tilveru þess, eins og skýrt hefur komið fram.

En Emmanuel Macron Frakklandsforseti telur, að málin snúist um allt aðra hluti: að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé bitur og einmana; einangraður eftir covid heimsfaraldurinn. Rússneski leiðtoginn þjáist í einangrun „eftir-covid“ segir Macron. Hann sagði við Jake Tapper hjá CNN:

„Ég hef enga skynsamlega skýringu. Ég held að þetta snúist um keðjuverkandi gremju, að stefnan sé að hafa forræðið á svæðinu og ég myndi segja að það sé afleiðing eftir covid-19 einangrun.“

„Af því að hann var svo einangraður?“ spyr Tapper. „Já, ég held það“ segir Macron.

Ennfremur finnst Vladimír Pútín, að Vesturlönd, sýni honum ekki tilhlýðilega virðingu, að sögn franska forsetans. Þess vegna réðst hann inn í Úkraínu. Emmanuel Macron segir:

„Það er mikil biturleiki í Rússlandi. Pútín hefur það á tilfinningunni eftir 1990, að við virðum hann ekki almennilega. Þannig hugsar hann.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila