„Macron tilbiður djöfulinn” – 40 þúsund múslímar í Bangladesh mótmæla – allir fulltrúar Frakklands „óvinir íslam”

Nú reyna múslímskar raddir víða í Arabalöndum Miðjarðarhafs og svo alla leiðina til Bangladesh að kæfa afhöfðun franska kennarans Samuel Paty með óhljóðum á götum úti. Í dag mótmæltu 40 þúsund múslímar forseta Frakklands Emmanuel Macron á götum höfuðborgarinnar Dhaka. Mótmælendurnir tilheyra Islami Andolan sem er stærsti íslamski stjórnmálaflokkur Bangladesh. Voru myndir af Macron brenndar samtímis sem hrópað var „sniðgöngum franskar vörur!”

Samkvæmt Al Jazeera krefjast íslamistarnir að franska forsetanum „verði refsað fyrir íslamafóbíu sína.” Ástæðan eru orð Frakklandsforseta í kjölfar hrottalegrar aftöku með afhöfðun Samuel Paty en Macron sagði árásina vera hryðjuverk gegn lýðveldinu og frönskum gildum sem Frakkar gæfu aldrei upp.

Ataur Rahman leiðtogi íslamska flokksins IAB sagði að „Macron er einn af fáum leiðtogum sem tilbiður djöfulinn.” Skoraði hann á ríkisstjórn Bangladesh að „sparka sendiherra Frakklands út úr landinu.” Annar fulltrúi flokksins lýsti því yfir að „öðrum kosti rífum við niður alla steina í byggingunni.” Annar ungur leiðtogi íslamíska flokksins sagði að „allir sem eru fulltrúar Frakklands eru óvinir íslam.”

Mynd af Macron brennd í Gaza.

Þúsundir mótmæla í Dhaka

Mómælt er víða í Arabaríkjum. Sádí Arabía fordæmir grínmyndir af spámanninum Múhammed og sérhverri tilraun til að „tengja íslam við hryðjuverkastarfsemi.” Íran segir að Macron „kyndi undir öfgastefnu.” Tamzan Kadyron leiðtogi Tsétséníu segir Macron vera að „ýta fólki út í hryðjuverkastarfsemi.” Á mörgum stöðum eru franskar vörur sniðgengnar til að mótmæla Frökkum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila