Macron: umfjöllun fjölmiðla um íslamafóbíu og rasisma „réttlætir hryðjuverkin“

Emmanuel Macron forseti Frakklands.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir í New York Times að fjölmiðlar aðstoði við að „löggilda“ íslömsk hryðjuverk, þegar Frakkland er útmálað sem íslamafóbískt og rasískt land. Segir Macron að þegar hryðjuverkin voru framin í París fyrir fimm árum síðan hafi „lönd heimsins stutt Frakkland í baráttunni gegn hryðjuverkamönnunum. En þegar ég sé mörg dagblöð sem ég held að séu frá löndum sem deila gildismati okkur… þegar ég sé þau réttlæta þetta ofbeldi með því að fullyrða að grundvallarvandinn sé að Frakkland sé rasískt og íslamafóbískt, þá segi ég að grundvallarreglurnar eru glataðar“ segir Frakklandsforseti að sögn AFP.

Frakklandi að kenna að múslímar reiðast

Macron lét orðin falla eftir að fjölmiðlar á Vesturlöndum voru gagnrýndir fyrir að lýsa hryðjuverkamönnum sem fórnarlömbum í nýjustu íslömsku hryðjuverkunum í Frakklandi. „Hvers vegna vekur Frakkland reiði í heimi múslíma?“ spurði fréttastofa AP í tísti sem hefur verið harðlega gagnrýnt og var síðar fjarlægt. AP sagði að „grimm nýlendustefna Frakklands í fortíðinni“ væri skýring og „að Macron skorti tilfinningar fyrir múslímskum trúarbrögðum.“ Í Svíþjóð sagði einn starfsmaður sænska sjónvarpsins að Samuel Paty hefði „þvingað fram eigin afhöfðun með því að sýna skopmyndir af Múhameð.“

Ætla ekki að hætta með skopmyndir af Múhameð

Miklar mótmælaöldur hafa verið hjá múslímum víða um heim vegna þess að Frakkland sýnir skopmyndir af Múhameð. Einnig má líta á mótmælin sem réttlætingu á hrottafenginni afhöfðun kennarans Samuel Patay. Deilan er því annars vegar milli tjáningarfrelsis Vesturlanda og bókstafstrúar múslíma sem réttlæta afhöfðun þeirra sem nota tjáningarfrelsið ef það felur í sér að skopmyndir eru sýndar af Múhameð. Að þessu leyti er Emmanuel Macron í fararbroddi varnarbaráttu fyrir tjáningarfrelsið og ættu fjölmiðlar sem segjast vilja vernda tjáningarfrelsið að styðja við bak forsetans í stað þess að tala niður Frakkland. Macron segir að „við munum ekki hætta með grínmyndir.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila