Magdalena Andersson kjörin fyrsta kona í embætti forsætisráðherra Svíþjóðar

Eins og við var búist var Magdalena Andersson nýr formaður Sósíaldemókrata kjörin nýr forsætisráðherra Svíþjóðar í morgun í stað Stefan Löfven sem hætti störfum í sumar. Andersson er fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra í Svíþjóð. (Mynd © Frankie Fouganthin CC 4.0)

Í Svíþjóð gildir „neikvætt þingræði“ þ.e.a.s. að forsætisráðherrann má ekki hafa meirihluta þingsins á móti sér. Mjótt er á muninum því hægri hliðin hefur 174 atkvæði en 175 atkvæði hefði þurft til að fella Magdalenu Andersson. Magdalena Andersson er fyrsta kona sem gegnir embætti forsætisráðherra Svíþjóðar og síðust á Norðurlöndun í röð kvenlegra forsætisráðherra. Var Magdalenu fagnað með dynjandi lófataki og mikil ánægja með fyrstu konuna á stólnum í sögu Svíþjóðar.

Miklar sveiflur eru í sænskum stjórnmálum og sjá má að ríkisstjórnin nýtur ekki óskerts stuðnings eigin stjórnarflokka. Óljóst er hvort fjárlög ríkisstjórnarinnar komist í gegn og hafa hrossakaup gengið leynt og ljóst síðustu daga. Sósíaldemókratar gerðu upp um hækkun á lágmarks ellilífeyri með Vinstriflokknum og fór Miðflokkurinn í fýlu og segist ekki ætla að styðja fjárlögin sem greitt verður atkvæði um síðar í dag. Falli fjárlögin, þá verða fjárlög stjórnarandstöðunnar samþykkt og þá fer Umhverfisflokkurinn í fýlu og ekki útséð með stjórnarsamstarfið.

Jimmi Åkesson sagði, að ef hin endurreista ríkisstjórn hafi Per Bolund áfram sem umhverfisráðherra, þá munu Svíþjóðardemókratar leggja fram vantrauststillögu gegn honum á þinginu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila