Fundað í Hörpunni um breytingar í þágu barna

Ráðstefnan Breytingar í þágu barna stendur nú yfir í Norðurljósasal Hörpu. Þar fer fram kynning á framtíðarsýn á þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni í mynd á hlekk hér að neðan Ráðstefnan stendur til klukkan 15:00.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ávarpa ráðstefnuna.

Aðrir sem taka til máls eru Regína Jensdóttir, yfirmaður barnaréttarsviðs Evrópuráðsins, Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga. Á ráðstefnunni sjálfri verða einnig ýmis skilaboð af vettvangi auk þess sem þátttakendum gefst kostur á að taka þátt í vinnustofu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila