Mikilvægt að fatlaðir komist til starfa innan stjórnsýslunnar og séu hafðir með í ráðum um málefni þeirra

Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar

Það er mikilvægt að fatlað fólk fái að komast í störf innan stjórnsýslunnar þar sem ákvarðanir eru teknar í málefnum fatlaðra. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bergs Þórs Benjamínssonar í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Bergur segir að samfélaginu hættir til að gleyma fötluðum einstaklingum þegar kemur að ákvarðanatöku og það sé ekki boðlegt í nútímasamfélagi, þá hafi ýmsir vankantar í þjónustu gagnvart þeim hópi lagast á undanförnum árum

það er frekar að umhverfið og aðgengi hamli fólki fremur en fötlunin sjálf, samfélagið á að virka fyrir alla óháð því hvort þeir séu á einhvern hátt fatlaðir, en það er margt gott líka, eins og það að ríkið er að standa sig mjög vel í því að skaffa fötluðu fólki bifreiðar, bílarnir eru þó helst til of stórir og það mætti hafa fatlaða í huga hvað varðar orkuskiptin“,segir Bergur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila