Málgagn kommúnistaflokks Kína segir Grétu Thunberg menga heiminn vegna eigin offitu

Kína tekur illa við sér af mengunarganrýni Grétu Thunberg og segir hana sjálfa vera mikinn mengunarvald, þar sem hún leysi út svo mikið af gróðurhúsalofttegundum vegna fitunnar.

Eitthvað virðast kínverskir kommúnistar orðnir taugaveiklaðir. Greta Thunberg gagnrýndi Kína fyrir mengun og viðbrögðin létu ekki standa á sér. China Daily málgagn kommúnistaflokksins segir að Gréta Thunberg sé „umhverfisprinsessa“ sem hegði sér ekki í samræmi við boðskapinn. Segir blaðið að „Prinsessan hefur aldrei á ævinni sáð tré eða grasi í eyðimörkinni. Í staðinn hefur hún ferðast um og skipulagt fjöldamótmæli sem hafa mengað umhverfið enn þá meira.

China Daily heldur áfram árásum sínum á Grétu: „Jafnvel þótt hún segist vera grænmetisæta, þá lætur hún samt frá sér gróðurhúsalofttegundir í þvílíkum mæli vegna vaxtarlagsins.“ Með þessum orðum er blaðið að gefa í skyn, að Greta Thunberg sé svo feit að umhverfinu stafi hætta af.

Áróður kínverskra kommúnista er, að Kína sé þróunarland sem mengi mun minna með gróðurhúsalofttegundum en Vesturlönd gera og þess vegna sé það óréttlátt að krefjast þess af Kína að þeir dragi úr mengun. Staðreyndin er hins vegar sú að mengun Kína er meiri en allra annarra landa samanlagt í heiminum og því ætti Kína að hætta að byggja kolaraforkuver á færibændi. Gréta svaraði Kínverjunum eins og sjá má í tístinu hér að neðan.

Gréta skrifar: „Að vera skömmuð fyrir að vera feit af fjölmiðli kínverska ríkisins er mjög fáránlegt jafnvel samkvæmt mínum reglum. En þetta leggst örugglega við orðstír minn.“
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila