Mansal og vændi meðal forgangsmála hjá lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu lagt sérstaka áherslu á rannsóknir á málum sem varða vændi og mansal.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að meðal þess sem vitað er að um 94% þeirra sem kaupa vændi séu íslenskir karlmenn og að þeir aðilar sem bjóði upp á vændi séu mestmegnis erlendar vændiskonur sem koma hingað til lands í þeim tilgangi einum að selja vændi.

Þá segir í tilkynningunni að dæmi séu um að sumar þessara kvenna koma ítrekað hingað til lands í þessum tilgangi

Mansalsmál eru sömuleiðis til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en þau eru þung í vöfum og taka langan tíma. Hér, líkt og á Norðurlöndunum, eru fá mál sem fara alla leið í kerfinu, en það kann að breytast þegar fram líða stundir.“,segir í tilkynningunni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila