Mansalið gleymist í argaþrasi nútímans

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og óperusöngvari

Það vill brenna við að það gríðarlega mansal sem á sér stað í heimnum í nútíma gleymist í argaþrasi nútímans og lítið sem ekkert spáð í örlög fórnarlamba mansals. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Guðbjörn segir að heimildarmynd sem sýnd var og fjallað var um mansal hafi haft mikil áhrif á hann. Hann segir að þó hann hafi verið meðvitaður um að mansal eigi sér stað í heiminum hafi umfang þess verið mjög sláandi.

Hann segir að hins vegar sé það meira sláandi að mansal í heiminum vilji gleymast í argaþrasi nútímans. Hann bendir á að sífellt sé verið að vísa í illa meðferð á fólki fyrr á tíð en enginn hugsi um það sem eigi sér stað í heiminum í dag:

ég verð að viðurkenna að mér var talsvert brugðið, þetta er alveg gríðarlegur fjöldi fólks sem hreinlega hverfur og er látið þræla í verksmiðjum, veitingastöðum og svo kynlífsiðnaðinum, þetta er alveg skelfileg staða en það talar bara nánast enginn um þetta“ ,segir Guðbjörn.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila