Már Gunnarsson setti heimsmet í baksundi

Már Gunnarsson íþróttamaður, tónlistarmaður og þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu setti á föstudaginn heimsmet í 200 metra baksundi og sló þar með út heimsmet sem hafði ekki verið slegið í 30 ár.

Metið setti Már á Íslandsmótinu í sundi en hann synti 200 metrana á 2 mínútum og þrjátíu og tveimur sekúndum en hið fyrra heimsmet sem John Morgan frá Bandaríkjunum átti var tvær mínútur og þrjátíu og þrjár sekúndur.

Már hefur átt góðu gengi að fagna á sundferli sínum en á sundmóti í september á árinu 2019 gerði Már sér lítið fyrir og sló ein tíu Íslandsmet.

Útvarp Saga óskar Má innilega til hamingju með heimsmetið og glæsilegan árangur.

Þess má til gamans geta að deginum áður en Már setti heimsmetið ræddi hann í þætti sínum Unga fólkið við Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra, en þar ræddi Arnþrúður meðal annars um sín uppvaxtarár, íþróttaferilinn, lögreglustarfið, fréttamennsku og  háskólaárin í Noregi, ásamt þeirri ógn sem steðjar að íslensku samfélagi í dag.  

Þátturinn verður á dagskrá Útvarps Sögu í dag kl.15:00 en einnig má hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila