Margir verja ríkjandi kerfi af því þeir hafa af því hagsmuni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Hér á landi eru fjölmargir sem verji ríkjandi kerfi af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa sína eigin hagsmuni í huga, þ,e að þeir hafa hagsmuni af því að verja það með kjafti og klóm. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Hann segir að af þessu leiði að báknið þennst enn meira út og kerfið ræður til sín fleira fólk, sem síðar stígi svo fram fyrir skjöldu og reynir að ríkjandi kerfi og þar með sína hagsmuni í leiðinni. Þannig verði til nokkurs konar vítahringur, auk þess sem þetta sé mikil sóun á opinberu fé.

Sigmundur segir að þegar horft er yfir sviðið megi sjá sóun á opinberu fé víða. Fé sé sett í alls kyns óþarfa og hafi ýmsar undarlegar birtingarmyndir.

til dæmis var ráðinn einstaklingur sem hafði það eina hlutverk að semja ljóð um loftslagsmál“,segir Sigmundur.

Sigmundur hefur undanfarin ár bent á hvernig kerfið er í rauninni sjálfala, til dæmis reyni embættismenn innan ráðuneytanna hafa áhrif á ákvarðanir ráðherra og stöðvi jafnvel að mál sem ráðherrar vilji setja fram nái fram að ganga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila