Marine Le Pen býður sig fram til forsetaembættis í Frakklandi 2022

Marine Le Pen aðalkeppinautur Emmanuel Macron Frakklandsforseta tilkynnti forsetaframboð sitt á föstudag og sagði sigur „líklegan.“ Frá því greinir Daily Express. Sagði hún að „enn á ný stend ég sem forsetaframbjóðandi frammi fyrir ykkur.“

Í forsetakosningum 2017 vann Emmanuel Macron stórsigur yfir Marine Le Pen í seinni kosningaumferð og fékk 66% atkvæða en Le Pen um 33%. Nýlegar skoðanakannanir spá því, að Le Pen og Macron komist í lokaumferð kosninganna um þetta leyti á næsta ári og er Macron spáð sigri.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um innflytjendamálin

Í viðtali við France Inter sagði Le Pen að „fyrsta ákvörðun hennar væri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamál. Það eru áratugir síðan hinar ýmsu ríkisstjórnir tóku ákvarðanir um innflytjendamál en aldrei hefur verið hlustað á frönsku þjóðina eða hún spurð um efnið.“

Hún bætti við að annað forgangsverkefni hennar væri að semja um landamæraeftirlit við framkvæmdastjórn ESB: „Ég færi til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og útskýrði fyrir þeim, hvað ég tel að ekki sé hægt að semja um á sviði fullveldis þjóðarinnar og þá sérstaklega eftirlitið með landamærum okkar, því ég tel landamæraeftirlit vera spurningu um fullveldi þjóðarinnar.“

Marine Le Pen vísaði einnig til áforma um endurbætur á franska skattkerfinu og segir að millistétt landsins sé undir „ósjálfbærum þrýstingi.“

Traustið yfirgefur Emmanuel Macron m.a. vegna bóluefnaklúðurs

Bruni Le Marie fjármálaráðherra Frakklands við því í febrúar, að sigur Le Pen væri „möguleiki sem berjast þyrfti gegn“.

Sylvain Crepon, stjórnmálafræðingur frá University of Tours, sagði: „Sú staðreynd að ríkisstjórn Macron er talin nokkuð vanhæf við að takast á við kórónuveiruna getur orðið Le Pen og flokki hennar í hag. Fólk gæti sagt, að hlutirnir myndu ekki geta verið verri en þeir eru þegar.“

Í kosningaherferðinni 2017 lofaði Marine Le Pen þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að Evrópusambandinu og talaði um áform um að hætta við evruna og taka upp nýjan gjaldmiðil.

Le Pen tók við Rassemblement National flokknum af föður sínum árið 2011 og hefur verið vaxandi í frönskum stjórnmálum síðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila