Marine Le Pen sýknuð af ákæru um hatursumræðu gegn þjóðfélagshópum

Marine Le Pen segir ákæruna um „hatursumræðu“, þegar hún birti myndir af hryðjuverkum Íslamska ríkisins, vera pólitískar nornaveiðar til að reyna að þagga niður í sér. Dómstóll sýknaða hana af öllum ákærum í París í gær.

Dómstóll í París sýknaði Marine Le Pen frá ákæru um að hún hefði brotið gegn hatursumræðuákvæðum franskra laga, þegar hún birti þrjár myndir af ódæðum ISIS á Twitter ár 2015. Ein myndanna sýndi lík bandaríska blaðamannsins James Foley sem hryðjuverkaböðlar ISIS höfðu afhöfðað. Le Pen tók þá mynd síðar til baka vegna beiðni fjölskyldu Foley en hinar myndirnar lét hún vera áfram; þær sýndu þegar íslamskir heilagastríðsmenn keyrðu með trukk yfir og drápu fanga í appelsínugulum fangabúningi og brenndu fanga lifandi í búri.

Ástæða þess að Marine Le Pen birti myndirnar var samlíking fransks fréttamanns um að flokkur hennar væri eins og Íslamska ríkið og þá birti hún myndirnar með textanum: „Daesh is THAT,“ sem er arabískt orð yfir ISIS.

Notaði málfrelsið til að upplýsa í stað þess að vera með hatursumræðu

Rodolphe Bosselut lögmaður Le Pen segir að „Dómstóllinn dæmdi að með birtingu myndanna hafi Le Pen notað málfrelsi sitt til að upplýsa um voðaverk ISIS. Það var ekki Íslamska ríkið sem sendi myndirnar og lítur dómstóllinn svo á að lög um hvatningu til ofbeldis hafi ekki verið brotin.“

Marine Le Pen hafði áður sagt að ákæran og réttarhöldin væru „pólitískar nornaveiðar“ í því skyni að þagga niður í sér. Segir hún alrangt að vera kærð fyrir að notfæra sér málfrelsið með kæru vegna brota á lögum sem voru sett til að vernda yngri frá ofbeldisfullum áróðri eða klámi.

„Það er sjálfur glæpurinn sem skaðar mannvirðinguna en ekki myndirnar sem sýna hann.“

Marine Le Pen átti yfir höfuð sér allt að þriggja ára fangelsi og 5.000 evru sekt ef hún hefði verið dæmd sek. Gilbert Collard lögmaður Þjóðfylkingarinnar og fulltrúi á ESB-þinginu var einnig sýknaður sama dag en hann hafði einnig birt myndir af hryðjuverkum Íslamska ríkisins. Talið er að Marine Le Pen hafi verulega aukið líkur á sigri í næstu forsetakosningum í Frakklandi eftir dómsúrskurðinn.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila