Mark Zuckerberg hefur selt hlutabréf í Facebook fyrir mótsvarandi 126 milljarða íslenskra króna í ár

Zuckerberg klifrar áfram stiga ríkustu manna heims og er núna kominn í fimmta sætið. Auðæfi hans samsvara hálfu prósenti af allri þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna.

Business Insider skrifar að Mark Zuckerberg stofnandi Facebook hefur selt hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 1 milljarð dollara sem mótsvarar tæpum 126 milljörðum íslenskra króna. Kemur þetta fram í upplýsingum til bandarískra fjármálayfirvalda SEC. Þýðir þetta, að Zuckerberg hefur selt hlutabréf fyrir helmingi stærri fjárhæð í apríl í ár en hann seldi allt árið í fyrra, um 540 milljónir dollarar.

Zuckerberg fimmti ríkasti maðurinn á plánetunni

Eftir þessi nýjustu viðskipti á Mark Zuckerberg um 13% í fyrirtækinu. Samkvæmt Blomberg er auður Zuckerbergs um 113 milljarðar dollarar sem mótsvarar 14 þúsund 222 milljörðum íslenskra króna. Bara á síðasta ári jukust auðæfi auðkýfingsins um 40 milljarða dollara og hann er talinn fimmti ríkasti einstaklingur heims með eignir sem mótsvara hálfu prósenti af vergri þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna. Hlutabréf Facebook hafa hækkað um 12% í ár.

Facebook setur stafræna miðilinn DIEM í umferð seinna í ár

Fréttir herma að Facebook muni setja stafrænan miðil sinn DIEM í umferð seinna í ár. Upprunalega var gjaldmiðillinn kallaður Libra en hlaut mikla gagnrýni yfirvalda. Samtök DIEM sem eru staðsett í Sviss munu koma gjaldmiðlinum af stað og eru umræður í gangi um nauðsynleg leyfi að sögn Christian Catalini í viðtali við CNBC.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila