Markaðskerfið ekki svo sterkt þegar á reynir

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra.

Markaðskerfið sem margir hafa tröllatrú á er ekki svo sterkbyggt þegar á reynir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Jón Baldvin bendir á að markaðskerfin séu ágæt svo langt sem þau nái en þegar erfiðleikar steðja að kveði við annan tón

við sjáum þetta bæði í kreppunni 2008 og svo þeim áskorunum sem við búum við núna, þegar harðnar í ári þá er leitað til ríkisins og það á að bjarga málunum, þetta segir okkur það að þegar uppi er staðið þá er markaðskerfið í raun ekki svo sterkt, og sérstaklega ekki þegar eitthvað óvænt kemur uppá, þá er alltaf leitað til ríkisins. Jón segir markaðskerfin vera víða við sjáum bara netrisa eins og google, við erum erum föst í risastórum auðhringum sem eru í rauninni maskína sem er þjóðfélagsvandamál„,segir Jón.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila