Marokkófundur miðar að því að setja flóttamenn og hælisleitendur undir sama hatt

Skilgreining þess hverjir teljast til flóttamanna og hverjir teljist vera hælisleitendur verður afmáð með nýjum sáttmála sem ætlunin er að undirrita á umdeildum fundi Sameinuðu þjóðanna sem haldinn verður í Marokkó 10.desember næstkomandi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í þættinum Heimfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Guðmundur bendir á að með sáttmálanum verði fólk sem teljist til þessara tveggja hópa skilgreindur sem einn hópur förufólks og að hópurinn hafi sömu réttindi og hverjir aðrir sem ferðist landa á milli, sáttmálinn verði viðmið fyrir þau ríki sem samþykki hann þegar kemur að breytingum á lögum gagnvart málaflokknum í aðildarlöndum. Þá fjallaði Guðmundur um mótmælin í París og greindi frá því að óánægjan með Macron forseta Frakklands stigmagnist dag hvern en forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín gagnvart mótmælunum, en viðbrögð forsetans eru sögð hafa einkennst af miklum hroka. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila