Marseille hættir að nota orðin faðir og móðir – í staðinn verður notað „foreldri 1″ og „foreldri 2″

Í viðleitni til að vera meira „innifelandi“ í sér gagnvart samkynhneigðum, tvíkynhneigðum, trönsum og queer fólki „LGBTQ“ þá fjarlægir franska borgin Marseille orðin móður og föður úr skjölum borgarinnar og setur hugtökin „foreldri 1“ og „foreldri 2“ í staðinn.

„Foreldri 1 – þú sem ert á himnum…“

Að sögn varaborgarstjórans Jean-Marc Bonnaffous er borgin að uppfæra eyðublöð um stöðu íbúanna, svo sem stjórnsýsluskjöl og hjúskaparvottorð, til að verða „meira innifelandi í samræmi við lög“.

Hingað til hafa eyðublöðin verið uppfærð í völdum hverfum, en Marseille vonast til að geta innleitt nýju breytingarnar í allri borginni sem hluta af átakinu.

Samhliða breytingunum á eyðublöðunum fá um 300 borgaralegir hjónabandsskrásetjarar einnig sérstaka menntun í LGBTQ-málum, sem þýðir að þeir munu fræðast um mismunandi kynlífshætti og málefni kynvitundar.

Marlène Schiappa, franskur fulltrúi ráðuneytis, sem sér um mál ríkisborgararéttinda, tilkynnti í nóvember að eyðublöð um borgaralega stöðu fólks yrðu gerð aðgengilegri fyrir pör af sama kyni og að hætt yrði sjálfkrafa að skrá föður og móður.

Franska þingið greiddi þegar ár 2019 atkvæði um að fjarlægja orðin móður og föður úr skólaeyðublöðum og nota orðin „foreldri 1“ og „foreldri 2“ í staðinn sbr. frétt Útvarps Sögu um málið. Fulltrúar hinna ýmsu kynhegðunarhópa hafa varað við spennu og stéttaskiftingu á milli slíkra foreldra, því hver ákveður hver á að vera foreldri númer 1?

Við getum bara ímyndað okkur, hvernig þeir fara með bænirnar í Frakklandi:

„Foreldri 1 – þú sem ert á himnum….“ o.s.frv.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila