Martröð í Mykinesi – Slysið sem gleymdist

Magnús Þór Hafsteinsson rithöfundur og fyrrverandi þingmaður.

Út er komin bókin Martröð í Mykinesi sem skrifuð er af Magnúsi Þór Hafsteinssyni og Grækaris Djurhuus Magnussen en hún fjallar um hörmulegt flugslys sem varð í Mykinesi í Færeyjum haustið árið 1970 þar sem átta manns fórust með Fokker vél flugfélags Íslands. Vélin fannst ekki fyrr en nokkrum klukkustundum eftir slysið og voru þá átta látnir en 26 manns lifðu slysið af.

Í bókinni varpa höfundar hennar ljósi á frækilegt björgunarafrek þeirra björgunarmanna sem komu að slysinu en aðstæður voru afar erfiðar og frumstæðar en í umsögn um bókina segir meðal annars

Björgunarlið, sem var sent til Mykiness, varð að glíma við illviðri og miklar torfærur á leið sinni á slysstaðinn. Áhöfn flugvélarinnar og þau úr farþegahópnum sem gátu staðið á fótum urðu sjálf að ganga ofan af fallinu til byggða.
Þessi bók lýsir einstakri og ógleymanlegri sögu sem hefur ekki nema að örlitlu leyti komið fyrir sjónir íslenskra lesenda fyrr. Hér má lesa um hetjudáðir, hugprýði, fórnir og æðruleysi, en líka um þjáningar, sorg og eftirsjá

Magnús Þór var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag þar sem hann ræddi um efni bókarinnar og sagði meðal annars að tími væri kominn til þess að þakka með viðeigandi hætti færeyingum hina frækilegu björgun.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila