Martröð sænskra jafnaðarmanna: Svíþjóðardemókratar meðal stærstu stjórnmálaflokkanna

Myndin er af stól dómsmálaráðherra Svíþjóðar (mynd sksk twitter).

Fullveldi, einkaeign og sjálfstæði útilokað af alþjóðasinnum

Hverjir standa fyrir hatri og ritskoðun eiginlega? Alþjóðasinnar sjá rautt yfir fullveldi þjóðríkja, sem eftir seinni heimsstyrjöldina hefur verið eðlilegasta stjórnarformið. Í dag á ekkert ríki að vera sjálfstætt lengur og fullveldissinnar og þeir sem verja stjórnarskrá landa sinna uppnefndir ókvæðisorðum t.d. öfgaþjóðernissinnar og popúlistar. Það er í tísku þessa dagana að afhenda fullveldi ríkja til yfirstofnana ESB og SÞ og í framhaldinu til kommúnistaflokks Kína. Stuðningsmenn glóbalistanna vinna ötulir að ritskoðun og skoðanakúgun, hvar sem við verður komið og gildi sem áður voru í heiðri höfð eins og sjálfsákvörðunarréttur, einkaeign og vera sjálfstæður eru komin í ruslafötuna.

Sem betur fer finnast öfl sem andmæla þessari þróun

Í Svíþjóð er það hreinasta martröð fyrir valdasjúka jafnaðarmenn, sem telja flokkinn sinn vera það sama og sænska ríkið, hversu margir kjósendur treysta á Svíþjóðardemókrata og vilja fá flokkinn í næstu ríkisstjórn. Þrátt fyrir yfirlýsingar Ulf Kristerssonar, formanns Móderata um að flokkur hans vilji mynda ríkisstjórn með stuðningi Svíþjóðardemókrata og Kristdemókrata, þá segist Kristersson vilja nota stuðning og vera í samstarfi við Svíþjóðardemókrata „án þess að hleypa þeim inn í ríkisstjórnina.“ Svíþjóðardemókratar sækja í sig veðrið hjá kjósendum og vilja eflaust fá eitthvað fyrir sinn snúð – sérstaklega ef þeir verða stærri en Móderater, þegar búið verður að telja öll atkvæðin.

Morgan Johansson dómsmálaráðherra Svíþjóðar og krati sefur vart værum blundi þessa dagana vegna ofsjónar um að „Svíþjóðardemókrati setjist í dómsmálaráðherrastólinn.“ Johansson tísti:

„Kristersson opnar á að Svíþjóðardemókratar fái áhrif í hægri ríkisstjórn. Hér sjáið þið mynd af stólnum mínum í dómsmálaráðuneytinu. Í hann gæti Svíþjóðardemókrati sest með ábyrgð á stjórnarskránni, málfrelsinu og valda-afli ríkisins. Það er þetta sem er í húfi.“

Ulf Kristersson hefur „róttæknivæðst“

Formaður Móderata, Ulf Kristersson“ sagði og spurði í viðtali við sænska SVT:

„Fólksinnflutningurinn til Svíþjóðar er orðin baggi bæði varðandi glæpamennsku, heiðursvandamál og vandamál með þröngbýli, það er algjörlega augljóst? Sjáíð hvað gerist næstum daglega núna með skotárásum, með mannsdrápum og skaða fólks í viðkvæmustu hverfum okkar.“

Sænski dómsmálaráðherrann á varla orð yfir þessum orðum Ulf Kristersson og ásakar hann fyrir að hafa gerst róttækan á öfgafullan hátt. Segir dómsmálaráðherrann Móderata nálgast Svíþjóðardemókrata á allan hátt og yfirvofandi ógn sé, að Svíþjóðardemókrati setjist í stólinn „hans.“

Hæðst að martröð dómsmálaráðherrans á samfélagsmiðlum

Fulltrúi Móderata í réttarfarsmálum, Johan Forssell, tístir:

„Við höfum tekið eftir því, hvað stóllinn er oft tómur, því glæpagengin herja frjáls.“

ESB-þingkona Svíþjóðardemókrata, Jessica Stegrud tístir um tilhugsunina að Svíþjóðardemókrati taki við stól dómsmálaráðherrans:

„Dásamlegt!“

Deila