Árás á starfsmann Matvælastofnunar kærð til lögreglu

Karlmaður sem réðist að starfsmanni Matvælastofnunar með hækju þegar starfsmaðurinn, sem ásamt öðrum starfsmanni var að sinna eftirliti hefur verið kærður til lögreglu.Þá hafði maðurinn einnig í hótunum við starfsmenninna. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur ekki fram hvenær atvikið átti sér stað en þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem maðurinn ræðst að starfsmanni stofnunarinnar, en stofnunin hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af hundahaldi mannsins.

Áður hafði maðurinn ráðist á annann starfsmann stofnunarinnar þegar hann sinnti eftirliti hjá  nágranna mannsins en þangað komu þrír starfsmenn Matvælastofnunar í fylgd lögreglu í ljósi fyrri reynslu af umræddum manni og greip lögregla þar inn í atburðarrásina og stöðvuðu árásina. en hann barði starfsmann meðal annars í höfuð með plastíláti. Maðurinn var kærður til lögreglu í febrúar í fyrra vegna þeirrar árásar. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila